Ábyrgð Hjúkrunar fólks og lækna.

Ég er lærður flugvirki og hef starfað sem slíkur í 35 ár. Ef ég geri mistök í starfi mínu sem valda dauða eða slysum á fólki þá er ég ábyrgur og gæti endað í fangelsi og þurft að sæta háum sektum, það er að segja, ef það sannast að ég, með meðvituðum aðgerðum í starfi, trassaskap eða kæruleysi, hafi ollið slysinu.

Ef á annað borð sé sannað að ég hafi þurft að framkvæma vinnu mína undir álagi eða erfiðum kringumstæðum vegna lélegs vinnu umhverfis, til dæmis óhóflegur vinnutími,of mikill þrýstingur, ekki rétt verkfæri eða aðstaða, þá fellur ábyrgðin á vinnuveitanda alfarið.

Ef sömu reglum væri beytt í meðferð sjúklinga á sjúkrahúsum hér á landi og gert er í flugheiminum, þá væri í þessu tilfelli ábyrgðin öll hjá Landspítalanum og ætti að bera allan kostnað vegna lögsóknar í svona mistaka málum.

Ég varð persónulega fyrir því að missa barnabarn mitt aðeins 8 ára gamalt vegna mistaka hjúkrunarfólks á Landsspítala og óska engum að komast í þá aðstöðu hvort heldur aðstandendum  að missa sína nánustu eða hjúkrunarfólks að verða valdur af dauða einhverns vegna lélegs starfsumhverfis.

Landsspítali hlýtur að vera tryggður fyrir svona málum og ætti möglunarlaust að hlíða úrskurðun dómstóla.


mbl.is „Þetta hefði getað verið ég“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla

Athugasemdir

1 Smámynd: Anna Sigríður Guðmundsdóttir

Hvers vegna kemst yfirstjórn Landspítalans upp með að fría sig ábyrgð í þessu máli? Það hefur ekki heyrst neinn réttlætanlegur rökstuðningur fyrir því að Landspítalinn beri ekki ábyrgð á ofurálagi starfsfólks. Allir vita að álag á hjúkrunarfræðinga hefur verið ómennskt og óverjandi mikið alveg frá 2008.

Ábyrgðarstaða hjúkrunarfræðinga krefst þess að vinnueftirlit ríkisins virki. Það eiga að vera í gildi lög og reglur um hvíldartíma og hættulaust starfsumhverfi á Íslandi.

M.b.kv. 

Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 7.11.2015 kl. 15:01

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband